Veskið samanstendur af tveimur hlutum, leðurveski með kortaraufum og öðru hulstri sem sett er á bakhlið símtækisins. Bakhulstrið seglast við leðurveskið þannig að þegar hringt er í mann má auðveldlega losa bakhulstrið frá veskinu. Bakhulstrið má líka nota stakt.Smellulás er á leðurveskinu til að halda því lokuðu.